Innlent

Flestir rólegir en pirrandi að þurfa að hætta að draga

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skipið var dregið til Þórshafnar í nótt. 
Skipið var dregið til Þórshafnar í nótt.  Vísir/Vilhelm

„Við erum bara spenntir að komast í land,“ segir Markús Ingi Karlsson, vélstjóri um borð á Þórsnesi SH109, sem var dregið með bilaða vél til Þórshafnar í nótt. Samhliða því var allri sautján manna áhöfninni gert að fara í sóttkví vegna einkenna sem nokkrir skipverjanna fundu fyrir.

„Þeir eru fimm sem hafa fundið fyrir einhverjum einkennum, en þetta er örugglega bara smá flensa. Þetta er einhver smá hósti og smá hiti en þeir eru ekkert lagstir,“ segir Markús, sem sjálfur er einkennalaus.

Sýni voru tekin af áhöfninni snemma í morgun og Markús segir að niðurstaðna sé að vænta um miðjan dag. „Við bíðum bara inni á herbergjum á meðan.“

Aðspurður hvernig tilhugsunin um að einhver um borð sé hugsanlega smitaður segist hann ósköp rólegur. 

„Við erum flestir bara rólegir, en kannski fúlir yfir að þurfa að hætta að draga. Það er bara tekjutap fyrir okkur. Þessi próf eru bara tekin til öryggis, þetta eru varúðarráðstafanir, sem maður skilur alveg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×