Opnunin á Íslandi markaði útrás Flying Tiger í Danmörku Flying Tiger Copenhagen 26. apríl 2021 14:01 Arnar Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. Fyrsta Flying Tiger Copenhagen verslunin á Íslandi var opnuð í Kringlunni árð 2001. Í tilefni tímamótanna verða uppákomur og skemmtilegheit í verslunum út árið. Flying Tiger Copenhagen fagnar tuttugu ára afmæli á Íslandi í ár en fyrsta verslunin hér á landi var opnuð í Kringlunni árið 2001 og kostuðu þá allar vörur 200 krónur. Opnun hennar voru jafnframt tímamót í sögu þessarar dönsku verslunarkeðju, en íslenska verslunin var sú fyrsta sem opnuð var utan Danmerkur. Hún markar því upphafið af vegferð Flying Tiger Copenhagen um allan heim en í dag eru um þúsund verslanir starfandi í þrjátíu löndum. Hér á landi eru þær orðnar fimm, á Laugavegi, í Smáralind og Kringlunni, á Akureyri og á Selfossi. „Við fögnum tímamótunum út árið með sérstökum tilboðum, viðburðum og uppákomum í búðunum, í takt við aðstæður í samfélaginu hverju sinni auðvitað. Vonandi getum við haldið stærri viðburð þegar nær dregur hausti en þangað til gerum við ýmislegt annað skemmtilegt,“ segir Arnar Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. Meðal annars geta heppnir áskrifendur að fréttabréfi Flying Tiger búist við því að verða dregnir út til að taka þátt í búðarhlaupi. Verslanir Flying Tiger Copenhagen eru orðnar fimm á Íslandi. „Búðarhlaupið gengur út á að fylla innkaupakörfu af vörum innan ákveðinna tímamarka. Þátttakendur fá að eiga allt í körfunni og við jöfnum upphæðina og gefum til góðgerðarmála. Við drögum út nokkrum sinnum yfir árið og því er um að gera að skrá sig fyrir fréttabréfinu okkar til að vera með.“ Arnar segir margt hafa breyst frá upphafsárum Flying Tiger í Kaupmannahöfn en fyrsta verslunin var opnuð árið 1995 á Islandsbrygge. Þá kostuðu allar vörur 10 krónur danskar og til varð orðaleikur með nafnið en Danir segja orðin yfir tíkall og tígur eins, eða Tiger (Tee-yuh). Frá fyrstu árum Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. „Nafnið hefur reyndar farið gegnum breytingar því eftir því sem verslanir voru opnaðar í fleiri löndum ráku þau sig oft á að aðrir voru þar fyrir að nota nafnið Tiger. Nafninu var því breytt í Flying Tiger og svo var Copenhagen bætt aftan við til að undirstrika upprunann. Fyrirtækið hefur dafnað og þróast í takt við tíðarandann en það er gaman frá því að segja að enn er mjög stór hluti af okkar vörum seldur á 200 krónur,“ segir Arnar. Verðlaunuð hönnun Vöruframboðið hefur bæði breyst og aukist með tímanum en öflugt hönnunarteymi starfar hjá Flying Tiger. „Verslanir okkar eru stútfullar af vörum sem þig vantar, hlutum sem þig dreymir um og hlutum sem þú vissir ekki einu sinni að væru til. Við komum með um 300 nýjar vörur í verslanir okkar í hverjum mánuði,“ segir Arnar. Öflugt hönnunarteymi Flying Tiger Copehnagen hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna. „Nánast allar vörurnar sem við seljum eru hannaðar af hönnunarteymi okkar í Kaupmannahöfn og framleiddar í Danmörku og víðar í Evrópu og í Kína. Vörurnar fara í gegnum strangt gæðaeftirlit og prófanir af óháðum aðila. Margar þeirra hafa hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun, meðal annars Red Dot verðlaunin. Allar vörurnar sem við seljum eru í umbúðum sem einnig eru hannaðar eru af okkar teymi. Eldhúsvörur frá Flying Tiger Copenhagen sem hlotið hafa Red Dot hönnunarverðlaunin. Hönnunarferlið sjálft snýst um notandann og að sjá fyrir okkur hamingjuna sem varan veitir. Við búum til dæmis ekki „bara“ til bolta heldur sjáum fyrir okkur hamingjuna í boltaleiknum sjálfum og það ræður hönnuninni. Svona horfum við á allar okkar vörur,“ útskýrir Arnar. Stór skref í umhverfisvæna átt Flying Tiger lætur sig einnig umhverfismál varða og hefur alfarið hætt sölu á vörum úr einnota plasti. Allar vörur úr pappír eru með vottun úr endurnýtanlegum skógum. „Við höfum þegar stigið stór skref í átt að sjálfbærni og umhverfisvænum vörum og höldum áfram á þeirri vegferð,“ segir Arnar. Heilsuvörur njóta mikilla vinsælda. En hvaða vörur eru vinsælastar í búðinni? „Skrifstofuvörurnar njóta alltaf gríðarlegra vinsælda en við erum með mikið úrval af þeim. Vörur fyrir heimaleikfimina og tómstunda- og föndurvörurnar hafa einnig verið afar vinsælar í covid-ástandinu en fólk nýtir tímann heima til leiks og starfa, bæði börn og fullorðnir. Við snertum á fjölmörgum vöruflokkum: Húsbúnaður, leikföng, ýmsar matvörur og krydd og allt fyrir veisluna eins og kerti og servéttur og allt þetta bjóðum við á frábæru verði.“ Fylgstu með Flying Tiger Copenhagen á facebook og á Instagram Verslun Hús og heimili Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Flying Tiger Copenhagen fagnar tuttugu ára afmæli á Íslandi í ár en fyrsta verslunin hér á landi var opnuð í Kringlunni árið 2001 og kostuðu þá allar vörur 200 krónur. Opnun hennar voru jafnframt tímamót í sögu þessarar dönsku verslunarkeðju, en íslenska verslunin var sú fyrsta sem opnuð var utan Danmerkur. Hún markar því upphafið af vegferð Flying Tiger Copenhagen um allan heim en í dag eru um þúsund verslanir starfandi í þrjátíu löndum. Hér á landi eru þær orðnar fimm, á Laugavegi, í Smáralind og Kringlunni, á Akureyri og á Selfossi. „Við fögnum tímamótunum út árið með sérstökum tilboðum, viðburðum og uppákomum í búðunum, í takt við aðstæður í samfélaginu hverju sinni auðvitað. Vonandi getum við haldið stærri viðburð þegar nær dregur hausti en þangað til gerum við ýmislegt annað skemmtilegt,“ segir Arnar Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. Meðal annars geta heppnir áskrifendur að fréttabréfi Flying Tiger búist við því að verða dregnir út til að taka þátt í búðarhlaupi. Verslanir Flying Tiger Copenhagen eru orðnar fimm á Íslandi. „Búðarhlaupið gengur út á að fylla innkaupakörfu af vörum innan ákveðinna tímamarka. Þátttakendur fá að eiga allt í körfunni og við jöfnum upphæðina og gefum til góðgerðarmála. Við drögum út nokkrum sinnum yfir árið og því er um að gera að skrá sig fyrir fréttabréfinu okkar til að vera með.“ Arnar segir margt hafa breyst frá upphafsárum Flying Tiger í Kaupmannahöfn en fyrsta verslunin var opnuð árið 1995 á Islandsbrygge. Þá kostuðu allar vörur 10 krónur danskar og til varð orðaleikur með nafnið en Danir segja orðin yfir tíkall og tígur eins, eða Tiger (Tee-yuh). Frá fyrstu árum Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. „Nafnið hefur reyndar farið gegnum breytingar því eftir því sem verslanir voru opnaðar í fleiri löndum ráku þau sig oft á að aðrir voru þar fyrir að nota nafnið Tiger. Nafninu var því breytt í Flying Tiger og svo var Copenhagen bætt aftan við til að undirstrika upprunann. Fyrirtækið hefur dafnað og þróast í takt við tíðarandann en það er gaman frá því að segja að enn er mjög stór hluti af okkar vörum seldur á 200 krónur,“ segir Arnar. Verðlaunuð hönnun Vöruframboðið hefur bæði breyst og aukist með tímanum en öflugt hönnunarteymi starfar hjá Flying Tiger. „Verslanir okkar eru stútfullar af vörum sem þig vantar, hlutum sem þig dreymir um og hlutum sem þú vissir ekki einu sinni að væru til. Við komum með um 300 nýjar vörur í verslanir okkar í hverjum mánuði,“ segir Arnar. Öflugt hönnunarteymi Flying Tiger Copehnagen hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna. „Nánast allar vörurnar sem við seljum eru hannaðar af hönnunarteymi okkar í Kaupmannahöfn og framleiddar í Danmörku og víðar í Evrópu og í Kína. Vörurnar fara í gegnum strangt gæðaeftirlit og prófanir af óháðum aðila. Margar þeirra hafa hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun, meðal annars Red Dot verðlaunin. Allar vörurnar sem við seljum eru í umbúðum sem einnig eru hannaðar eru af okkar teymi. Eldhúsvörur frá Flying Tiger Copenhagen sem hlotið hafa Red Dot hönnunarverðlaunin. Hönnunarferlið sjálft snýst um notandann og að sjá fyrir okkur hamingjuna sem varan veitir. Við búum til dæmis ekki „bara“ til bolta heldur sjáum fyrir okkur hamingjuna í boltaleiknum sjálfum og það ræður hönnuninni. Svona horfum við á allar okkar vörur,“ útskýrir Arnar. Stór skref í umhverfisvæna átt Flying Tiger lætur sig einnig umhverfismál varða og hefur alfarið hætt sölu á vörum úr einnota plasti. Allar vörur úr pappír eru með vottun úr endurnýtanlegum skógum. „Við höfum þegar stigið stór skref í átt að sjálfbærni og umhverfisvænum vörum og höldum áfram á þeirri vegferð,“ segir Arnar. Heilsuvörur njóta mikilla vinsælda. En hvaða vörur eru vinsælastar í búðinni? „Skrifstofuvörurnar njóta alltaf gríðarlegra vinsælda en við erum með mikið úrval af þeim. Vörur fyrir heimaleikfimina og tómstunda- og föndurvörurnar hafa einnig verið afar vinsælar í covid-ástandinu en fólk nýtir tímann heima til leiks og starfa, bæði börn og fullorðnir. Við snertum á fjölmörgum vöruflokkum: Húsbúnaður, leikföng, ýmsar matvörur og krydd og allt fyrir veisluna eins og kerti og servéttur og allt þetta bjóðum við á frábæru verði.“ Fylgstu með Flying Tiger Copenhagen á facebook og á Instagram
Verslun Hús og heimili Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira