Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2021 10:44 Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimila. Hingað til hafa fyrstu niðurstöður birst um 15 mánuðum eftir lok viðmiðunartímabils. Vísir/Hanna Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Í mælingum á ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2020 gætir merkjanlegra áhrifa kórónuveirufaraldursins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Auknar lífeyristekjur heimila skýrist af úttekt séreignalífeyrissparnaðar Heildartekjur heimilanna jukust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem vegur þyngst í hækkun ráðstöfunartekna heimilisgeirans eru lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 105 milljarða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukning í greiðslum almennra atvinnuleysisbóta ríflega 30 milljörðum króna auk greiðslna hlutaatvinnuleysibóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 milljörðum króna á árin, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í auknum félagslegum tilfærslum gætir einnig áhrifa annara aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, meðal annars greiðslu sérstaks barnabótaauka. Auknar lífeyristekjur heimila eru sagðar skýrast einkum af tímabundinni heimild til úttektar séreignalífeyrissparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúmlega 20 milljörðum króna á árinu 2020. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu um 18% af heildartekjum heimilanna árið 2020, samanborið við ríflega 14% árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna og kaupmáttar frá árinu 2004.Hagstofa Íslands Tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans drógust saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Hagstofan birtir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatölfræði um ráðstöfunartekjur heimilageirans samkvæmt aðferðafræði þjóðhagsreikninga. Hagstofan mun birta endurskoðaðar niðurstöður þegar fyrir liggja endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Launatekjur heimilanna drógust saman Áætlað er að launatekjur heimila hafi dregist saman um 2% á milli áranna 2019 og 2020 en skattar á laun hafi dregist saman um 1% á sama tímabili. Skýrist samdráttur í launatekjum heimila einkum af auknu atvinnuleysi en samkvæmt áður birtum niðurstöðum þjóðhagsreikninga fækkaði starfandi einstaklingum á vinnumarkaði um 4% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár. Að sögn Hagstofunnar gætir jafnframt áhrifa kjarasamningsbundinna launahækkana í mælingum auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum. Launatekjur heimilanna námu 58% heildartekna þeirra árið 2020 og hefur hlutdeild launatekna ekki verið lægri síðan árið 2014. Eignatekjur heimila jukust um 2% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár sem skýrist einkum af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 12% á tímabilinu. Áætlað er að vaxtagjöld heimila hafi hins vegar dregist saman um 1% á árinu 2020 borið saman við fyrra ár.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. 24. febrúar 2021 11:58