Íslenski boltinn

Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Nissen sýndi sig og sannaði í stórsigri á HK um helgina. Hann kemur væntanlega á láni frá danska félaginu OB.
Rasmus Nissen sýndi sig og sannaði í stórsigri á HK um helgina. Hann kemur væntanlega á láni frá danska félaginu OB. ob.dk

Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi.

Víkingur unnu 6-2 sigur á HK í æfingaleik í Víkinni um helgina. Rasmus Nissen skoraði þrjú mörk en hin mörkin skoruðu þeir Nicolaj Hansen, Adam Pálsson og Helgi Guðjónsson.

Rasmus Nissen er fæddur í júní 2001 og mun því halda upp á tvítugsafmælið sitt í sumar. Hann er leikmaður Odense Boldklub en er á reynslu hjá Víking með mögulegan lánssamning í huga.

Það má búast við því að Víkingar vilji halda stráknum eftir þessa flottu frammistöðu á móti Pepsi Max deildarliði HK.

Nissen fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá OB í fyrrasumar eftir að hafa skorað 10 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 15 leikjum með nítján ára liði félagsins.

Hér fyrir neðan má markið sem Rasmus Nissen skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu. Víkingar misstu náttúrulega framherjann Óttar Magnús Karlsson sem var vanur því að setja hann með frábærum skotum úr aukaspyrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×