Sævaldur: Himneskt Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2021 21:26 Sævaldur gat leyft sér að fagna í kvöld. Það var lygilegur endir í DHL höllinni fyrr í kvöld þegar botnliðið náði sigrinum af KR með seinasta skoti leiksins. Sævaldur Bjarnason þjálfari Hauka var augljóslega mjög ánægður og mætti segja að hann hafi verið í sjöunda himni með 69-72 sigur sinna manna. Sævaldur var spurður að því hvað hann hafi lagt áherslu á í lokasókn KR en Hansel Atencia stal þá boltanum af Matthíasi Orra Sigurðarsyni geystist upp völlinn og skoraði þriggja stiga körfu á hlaupinu þegar leiktíminn rann út. „Við ætluðum bara að halda mönnum fyrir framan okkur, við vitum að Matti er góður í því að fara inn í miðjuna. Hansel gerði bara fáránlega vel að blaka boltanum og tryggja hann. Þá er það bara spurningin um að gera vel með tímann sem er eftir og Hansel skoraði frá miðju í síðustu umferð á móti ÍR og setur síðan þessa körfu hérna fyrir okkur sem er frábært. Himneskt.“ Sævaldur var spurður út í trúna sem virðist vera að skapast hjá Haukum en fyrir Covid pásuna þá voru þeir í slæmum málum á botni deildarinnar en nú eru þeir allavega þangað til á morgun í næstneðsta sæti. „Sko við þurfum að átta okkur á því að það eru fullt af gæðaleikmönnum í liði Hauka eins og í öllum liðunum í úrvalsdeild karla. Ég hef sagt það áður að þegar þú byrjar að tapa leikjum þá nærðu ekki að laga það á meðan deildin er spiluð svona ofboðslega þétt. Þú getur ekki gert neinar breytingar. Israel Martin er frábær þjálfari og frábær náungi en það er bara stundum þannig að það er erfitt að gera eitthvað þegar maður spilar bara eftir tvo daga.“ „Svo fer allt í lás aftur, við æfðum bara eins og mátti gera, en strákarnir eru bara ofboðslega duglegir og afsakaðu orðbragðið en þeir eru bara fokkin duglegir. Ég verð bara að hrósa öllum mínum leikmönnum mikið hrós því þeir gerðu þetta allt mjög vel. Þeir hafa trú, hvort sem við förum niður eða ekki, en við erum ekkert á leiðinni niður. Við einbeitum okkur bara að því að vinna næsta leik og fyrir okkur eru þetta fjórir bikarúrslitaleikir eftir. Við eigum Tindastól heima á föstudaginn og afhverju ekki? Við vorum að koma í Vesturbæinn á einn erfiðasta útivöll í Íslandssögunni og við erum hörkugóðir langan hluta úr leiknum. Missum aðeins dampinn í byrjun fjórða leikhluta og ég hef oft sagt það að þú þarft að vera aðeins meira yfir á móti KR til þess að klára leikina því þeir kunna þessa list betur en aðrir. Ég er bara rosalega stoltur af mínum mönnum hvernig þeir lokuðu þessum leik í kvöld“, sagði Sævaldur en hann var í hæstu hæðum enn þá löngu eftir leik skiljanlega. Haukar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Haukar 69-72 | Lygilegur endir í Vesturbæ Haukar eru enn á lífi í botnbaráttunni í Domino's deild karla eftir lygilegar lokasekúndur í DHL-höllinni í kvöld. 25. apríl 2021 20:52 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Sævaldur var spurður að því hvað hann hafi lagt áherslu á í lokasókn KR en Hansel Atencia stal þá boltanum af Matthíasi Orra Sigurðarsyni geystist upp völlinn og skoraði þriggja stiga körfu á hlaupinu þegar leiktíminn rann út. „Við ætluðum bara að halda mönnum fyrir framan okkur, við vitum að Matti er góður í því að fara inn í miðjuna. Hansel gerði bara fáránlega vel að blaka boltanum og tryggja hann. Þá er það bara spurningin um að gera vel með tímann sem er eftir og Hansel skoraði frá miðju í síðustu umferð á móti ÍR og setur síðan þessa körfu hérna fyrir okkur sem er frábært. Himneskt.“ Sævaldur var spurður út í trúna sem virðist vera að skapast hjá Haukum en fyrir Covid pásuna þá voru þeir í slæmum málum á botni deildarinnar en nú eru þeir allavega þangað til á morgun í næstneðsta sæti. „Sko við þurfum að átta okkur á því að það eru fullt af gæðaleikmönnum í liði Hauka eins og í öllum liðunum í úrvalsdeild karla. Ég hef sagt það áður að þegar þú byrjar að tapa leikjum þá nærðu ekki að laga það á meðan deildin er spiluð svona ofboðslega þétt. Þú getur ekki gert neinar breytingar. Israel Martin er frábær þjálfari og frábær náungi en það er bara stundum þannig að það er erfitt að gera eitthvað þegar maður spilar bara eftir tvo daga.“ „Svo fer allt í lás aftur, við æfðum bara eins og mátti gera, en strákarnir eru bara ofboðslega duglegir og afsakaðu orðbragðið en þeir eru bara fokkin duglegir. Ég verð bara að hrósa öllum mínum leikmönnum mikið hrós því þeir gerðu þetta allt mjög vel. Þeir hafa trú, hvort sem við förum niður eða ekki, en við erum ekkert á leiðinni niður. Við einbeitum okkur bara að því að vinna næsta leik og fyrir okkur eru þetta fjórir bikarúrslitaleikir eftir. Við eigum Tindastól heima á föstudaginn og afhverju ekki? Við vorum að koma í Vesturbæinn á einn erfiðasta útivöll í Íslandssögunni og við erum hörkugóðir langan hluta úr leiknum. Missum aðeins dampinn í byrjun fjórða leikhluta og ég hef oft sagt það að þú þarft að vera aðeins meira yfir á móti KR til þess að klára leikina því þeir kunna þessa list betur en aðrir. Ég er bara rosalega stoltur af mínum mönnum hvernig þeir lokuðu þessum leik í kvöld“, sagði Sævaldur en hann var í hæstu hæðum enn þá löngu eftir leik skiljanlega.
Haukar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Haukar 69-72 | Lygilegur endir í Vesturbæ Haukar eru enn á lífi í botnbaráttunni í Domino's deild karla eftir lygilegar lokasekúndur í DHL-höllinni í kvöld. 25. apríl 2021 20:52 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Leik lokið: KR – Haukar 69-72 | Lygilegur endir í Vesturbæ Haukar eru enn á lífi í botnbaráttunni í Domino's deild karla eftir lygilegar lokasekúndur í DHL-höllinni í kvöld. 25. apríl 2021 20:52