Lilja Rafney bíður þar með sömu örlög og aðrir þingmenn Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sem hafa hver á fætur öðrum tapað baráttu um oddvitasætið í sínu kjördæmi. Bjarni var í öðru sæti á eftir henni á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður laut í lægra haldi í Norðausturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann sóttist eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi. Þar endaði hann í fjórða sæti.
Niðurstaða forvalsins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:
1. sæti – Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti
2. sæti – Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sæti
3. sæti – Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti – Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
5. sæti – Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti
Átta voru í framboði. Á kjörskrá voru 1.454, atkvæði greiddu 1.049 og var kosningaþátttaka 72%.