„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 18:10 Guðrún Johnsen hagfræðingur er stjórnarformaður Transparency International á Íslandi. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um framferði Samherja. Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21