Innlent

Abba-æði í Keflavík

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nemendurnir Melkorka Sól Jónsdóttir og Jón Steinar Mikaelsson, sem segja sýninguna frábæra enda vonast þau til þess að það verði hægt að sýna fljótlega fyrir almenning í skólanum.
Nemendurnir Melkorka Sól Jónsdóttir og Jón Steinar Mikaelsson, sem segja sýninguna frábæra enda vonast þau til þess að það verði hægt að sýna fljótlega fyrir almenning í skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa.

Um 30 nemendur á elsta stigi skólans taka þátt í söngleiknum og hafa staðið sig frábærlega vel. Þau segjast hafa þekkt flest lögin áður en æfingarnar hófust.

Dans er stór þáttur sýningarinnar.

„Já, þau hafa verið virkilega jákvæð, þau höfðu náttúrlega mismunandi grunn að dansinum áður og mismunandi getu þannig að það er stundum svolítið flókið að púsla því saman þannig að allir geti notið sín,“ segir Esther Inga Nielsdóttir danskennari í Heiðarskóla

Leikstjórinn, Guðný Kristjánsdóttir er að rifna úr stolti af nemendum skólans.

„Við erum ótrúlega heppin með hópinn og við erum líka svo þakklát fyrir það að fá að gera þetta hérna í skólanum. Við erum með stjórnendur, sem leggja áherslu á listir og skapandi starf í Heiðarskóla. Ég hvet bara fólk ef aflétting verður að koma til okkar í skólann, þá verðum við með almennar sýningar og það er bara geggjað og okkur hlakkar til.“

Þau þrjú hafa stýrt æfingunum og þjálfað nemendurna fyrir söngleikinn en þetta eru þau, frá vinstri, Esther Inga Nielsdóttir danskennari í Heiðarskóla, Hjálmar Benónísson, söngkennari og Guðný Kristjánsdóttir, leikstjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×