Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 15:19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41