Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Helga Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sem segir að reynt verði að opna leikskólann á mánudag eða þriðjudag með afleysingarstarfsfólki fyrir þau börn sem hafa sloppið við sýkingu.
Í hádegisfréttum verður einnig fjallað um stöðuna á faraldrinum erlendis. Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið í Bretlandi.
Þá verður rætt við bæjarstjóra Hornafjarðar sem treystir á að fjöldi ferðamanna heimsæki Höfn í sumar og fjallað verður um stóra plokkdaginn sem er í dag og er afar vinsæll hjá fjölskyldufólki.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.