Umfangsmiklir varnargarðar á Seyðisfirði nær tilbúnir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:31 Varnargarðarnir voru reistir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Vinna við varnargarðana á Seyðisfirði er á lokametrunum og útlit fyrir að virkni þeirra sé góð. Mannvirkið er umfangsmikið og að mestu leyti gert úr skriðuefninu sjálfu. Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira