Ólögmætar ráðningar hafa kostað samfélagið sitt í fjármunum og atgervi Jakob Bjarnar skrifar 24. apríl 2021 08:31 Bætur sem greiddar hafa verið út vegna ólögmætra ráðninga undanfarinn áratuginn eru um 40 milljónir króna. Langhæstu bæturnar sem ríkið hefur mátt greiða vegna ólögmætra ráðninga undanfarinn áratug fóru til Ólínu Þorvarðardóttur rithöfundar eða sem nemur helmingi upphæðarinnar sem í heild nema um 40 milljónum króna. Þetta má sjá í upplýsingum sem Vísir fékk frá fjármálaráðuneytinu eftir nokkurn barning. Fjármálaráðuneytið sendi umbeðnar upplýsingar í kjölfar fyrirspurnar, það er upphæðina sem greidd hefur verið út, sem nemur tæpum fjörutíu milljónum. Um er að ræða skjal sem ráðuneytinu barst frá embætti Ríkislögmanns sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Í fyrstu vildi ráðuneytið ekki afhenda sundurliðaðar upplýsingar; um það hvaða mál væri um að ræða eða hverjir ættu í hlut. Var það á þeim forsendum að „um væri að ræða einkahagi einstaklinga „sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sb. 9. gr. upplýsingalaga.“ Vísir vísaði þeirri synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem taldi eftir ítarlega umfjöllun að þessar upplýsingar bæri að veita: „Sem fyrr segir er um að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga og eftir atvikum fjárhæð bóta sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur ýmist verið dæmt bótaskylt eða það fallist á bótaskyldu utan réttar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og þar með fjárhagsmálefni þeirra verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra eða einkahagi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna,“ segir meðal annars í reifun. En sjá má úrskurðinn í heild í skjali neðst í þessari umfjöllun. Þá segir að þegar vegnir eru saman „hagsmunir viðkomandi einstaklinga af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni þess er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi einstaklinga af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.“ Langhæstu bæturnar til Ólínu Fram kemur í gögnunum að Ólína hefur hlotið hæstu bótagreiðsluna en tilefni fyrirspurnarinnar var einmitt hörð gagnrýni Ólínu Þorvarðardóttur á það sem hún segir augljósa spillingu á Íslandi. Og sú spilling sýni andlit sitt meðal annars í hvernig verkast í ráðningum hins opinbera í hinar ýmsu stöður. Ólína fjallar um þetta fyrirbæri í nýlegri bók sinni Spegill fyrir skuggabaldur – atvinnubann og misbeiting valds. Þar er rakið er hvernig „atvinnurekendavald“ og „klíkustjórnmál“ eru samofin fyrirbæri og hafa læst sig kyrfilega inn í alla kima samfélagsins. Ekki vantar að þessi tengsl hafi verið afhjúpuð í gegnum tíðina. Samt breytist fátt. Hvað veldur því? er spurt í viðtali Vísis við Ólínu. Það sem meðal annars varð til þess að Ólína gerði þetta að umfjöllunarefni sínu sérstaklega var barátta hennar sjálfrar sem leiddi til samkomulags hennar og ríkisins um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Kærunefnd jafnréttismála taldi hana hæfari en Einar Á. E. Sæmundsson sem ráðinn var til að gegna stöðu þjóðgarðsvarðar, en Ólína sótti einnig um þá stöðu. Ólína segist sætta sig við þá niðurstöðu en hún líti engu að síður svo á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd. Þá hefur Ólína bent á að þetta taki ekki á vandanum sem slíkum, þarna ljúki málum, íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir mistökin og sitji jafnframt uppi með þá sem samkvæmt niðurstöðu teljist síður hæfir. Eitt og annað í farvatninu Á síðustu 10 árum hafa borist um 14 mál vegna deilna um ráðningu/setningu starfsmanna hjá ýmsum stofnunum íslenska ríkisins, segir í fyrsta svari fjármálaráðuneytisins sem barst í kjölfar fyrirspurnar Vísis 17. nóvember í fyrra. Í einhverjum tilvikum hafa þessi mál komið fyrst inn sem bótakröfur og endað fyrir dómstólum en í einhverjum tilvikum hefur náðst samkomulag áður en málið fór fyrir dómstóla. Samkomulag hefur náðst í 6 bótakröfum en tveimur bótakröfum er ólokið. Sjö dómsmál hafa verið rekin, einu er ólokið. Íslenska ríkið hefur verið sýknað í þremur málum og í einu máli var samið utan réttar. Í það minnsta eitt mál þessarar tegundar, sem lýtur að ólöglegum ráðningum ríkisins, er til meðferðar í kerfinu sem vakið hefur athygli og sér ekki fyrir enda á. Það mál hefur tekið ólíklegustu snúninga innan kerfisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu kærði ráðningu Lilju Daggar Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á Páli Magnússyni sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála kvað uppúr um að á henni hafi verið brotið. Lilja hins vegar kærði Hafdísi á móti en kærunni þeirri var vísað frá. Lilja hefur áfrýjað því máli. Næst hæstu bæturnar eru fimm milljónir króna Sé litið nánar á þau mál sem tíunduð eru í svari fjármálaráðuneytisins um bótagreiðslur til einstaklinga sem á hefur verið brotið vegna ólögmætra ráðninga má sjá að lægsta upphæðin er hálf milljón og liggja algengustu bæturnar á bilinu 500 upp í 800 þúsund krónur. Þar eru tvær undantekningar á. Hilmar Þór Hafsteinsson hlaut tæpar þrjár milljónir vegna ólögmætrar ákvörðunar undaþágunefndar um grunnskóla. Þetta var 19. október í fyrra. Hann fékk þriggja mánaða lausnarlaun svokölluð vegna veikinda og hætti störfum. Eftir að hafa undirgengist aðgerð og náð sér sótti hann aftur um starf en var hafnað þar sem hann var talinn hafa afsalað sér réttinum til að snúa nokkurn tímann aftur til starfa með móttöku lausnarlaunanna. Héraðsdómur taldi svo ekki vera og dæmdi honum skaðabætur. Strangt til tekið virðist þetta ekki vera vegna ólögmætrar ráðningar en þegar hann svo sótti um starfið aftur var annar maður, sem var ekki menntaður grunnskólakennari, tekinn fram yfir hann. Næst hæsta upphæðin, á eftir Ólínu, fór til Helgu Jónsdóttur þá framkvæmdastjóri BSRB, í október 2018. Um var að ræða bótakröfu í tengslum við skipun skrifstofustjóra í skrifstofu opinberra fjármála en því máli lauk með samkomulagi: fimm milljóna króna greiðslu til Helgu. Kærunefnd jafnréttismála taldi að fjármála- og efnahagsráðið hafi brotið jafnréttislögum þegar Björn Þór Hermannsson var skipaður í stöðuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að hér sé einungis um að ræða toppinn á ísjakanum þegar um umdeilanlegar ráðningar, stöðuveitingar hjá ríkinu, er að ræða. Fæst slíkra mála lenda í kæruferli. Tengd skjöl Rikislogmadur_botakrofurPDF138KBSækja skjal Urskurður_um_ologmaetar_radningarPDF263KBSækja skjal Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta má sjá í upplýsingum sem Vísir fékk frá fjármálaráðuneytinu eftir nokkurn barning. Fjármálaráðuneytið sendi umbeðnar upplýsingar í kjölfar fyrirspurnar, það er upphæðina sem greidd hefur verið út, sem nemur tæpum fjörutíu milljónum. Um er að ræða skjal sem ráðuneytinu barst frá embætti Ríkislögmanns sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Í fyrstu vildi ráðuneytið ekki afhenda sundurliðaðar upplýsingar; um það hvaða mál væri um að ræða eða hverjir ættu í hlut. Var það á þeim forsendum að „um væri að ræða einkahagi einstaklinga „sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sb. 9. gr. upplýsingalaga.“ Vísir vísaði þeirri synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem taldi eftir ítarlega umfjöllun að þessar upplýsingar bæri að veita: „Sem fyrr segir er um að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga og eftir atvikum fjárhæð bóta sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur ýmist verið dæmt bótaskylt eða það fallist á bótaskyldu utan réttar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og þar með fjárhagsmálefni þeirra verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra eða einkahagi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna,“ segir meðal annars í reifun. En sjá má úrskurðinn í heild í skjali neðst í þessari umfjöllun. Þá segir að þegar vegnir eru saman „hagsmunir viðkomandi einstaklinga af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni þess er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi einstaklinga af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.“ Langhæstu bæturnar til Ólínu Fram kemur í gögnunum að Ólína hefur hlotið hæstu bótagreiðsluna en tilefni fyrirspurnarinnar var einmitt hörð gagnrýni Ólínu Þorvarðardóttur á það sem hún segir augljósa spillingu á Íslandi. Og sú spilling sýni andlit sitt meðal annars í hvernig verkast í ráðningum hins opinbera í hinar ýmsu stöður. Ólína fjallar um þetta fyrirbæri í nýlegri bók sinni Spegill fyrir skuggabaldur – atvinnubann og misbeiting valds. Þar er rakið er hvernig „atvinnurekendavald“ og „klíkustjórnmál“ eru samofin fyrirbæri og hafa læst sig kyrfilega inn í alla kima samfélagsins. Ekki vantar að þessi tengsl hafi verið afhjúpuð í gegnum tíðina. Samt breytist fátt. Hvað veldur því? er spurt í viðtali Vísis við Ólínu. Það sem meðal annars varð til þess að Ólína gerði þetta að umfjöllunarefni sínu sérstaklega var barátta hennar sjálfrar sem leiddi til samkomulags hennar og ríkisins um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Kærunefnd jafnréttismála taldi hana hæfari en Einar Á. E. Sæmundsson sem ráðinn var til að gegna stöðu þjóðgarðsvarðar, en Ólína sótti einnig um þá stöðu. Ólína segist sætta sig við þá niðurstöðu en hún líti engu að síður svo á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd. Þá hefur Ólína bent á að þetta taki ekki á vandanum sem slíkum, þarna ljúki málum, íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir mistökin og sitji jafnframt uppi með þá sem samkvæmt niðurstöðu teljist síður hæfir. Eitt og annað í farvatninu Á síðustu 10 árum hafa borist um 14 mál vegna deilna um ráðningu/setningu starfsmanna hjá ýmsum stofnunum íslenska ríkisins, segir í fyrsta svari fjármálaráðuneytisins sem barst í kjölfar fyrirspurnar Vísis 17. nóvember í fyrra. Í einhverjum tilvikum hafa þessi mál komið fyrst inn sem bótakröfur og endað fyrir dómstólum en í einhverjum tilvikum hefur náðst samkomulag áður en málið fór fyrir dómstóla. Samkomulag hefur náðst í 6 bótakröfum en tveimur bótakröfum er ólokið. Sjö dómsmál hafa verið rekin, einu er ólokið. Íslenska ríkið hefur verið sýknað í þremur málum og í einu máli var samið utan réttar. Í það minnsta eitt mál þessarar tegundar, sem lýtur að ólöglegum ráðningum ríkisins, er til meðferðar í kerfinu sem vakið hefur athygli og sér ekki fyrir enda á. Það mál hefur tekið ólíklegustu snúninga innan kerfisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu kærði ráðningu Lilju Daggar Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á Páli Magnússyni sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála kvað uppúr um að á henni hafi verið brotið. Lilja hins vegar kærði Hafdísi á móti en kærunni þeirri var vísað frá. Lilja hefur áfrýjað því máli. Næst hæstu bæturnar eru fimm milljónir króna Sé litið nánar á þau mál sem tíunduð eru í svari fjármálaráðuneytisins um bótagreiðslur til einstaklinga sem á hefur verið brotið vegna ólögmætra ráðninga má sjá að lægsta upphæðin er hálf milljón og liggja algengustu bæturnar á bilinu 500 upp í 800 þúsund krónur. Þar eru tvær undantekningar á. Hilmar Þór Hafsteinsson hlaut tæpar þrjár milljónir vegna ólögmætrar ákvörðunar undaþágunefndar um grunnskóla. Þetta var 19. október í fyrra. Hann fékk þriggja mánaða lausnarlaun svokölluð vegna veikinda og hætti störfum. Eftir að hafa undirgengist aðgerð og náð sér sótti hann aftur um starf en var hafnað þar sem hann var talinn hafa afsalað sér réttinum til að snúa nokkurn tímann aftur til starfa með móttöku lausnarlaunanna. Héraðsdómur taldi svo ekki vera og dæmdi honum skaðabætur. Strangt til tekið virðist þetta ekki vera vegna ólögmætrar ráðningar en þegar hann svo sótti um starfið aftur var annar maður, sem var ekki menntaður grunnskólakennari, tekinn fram yfir hann. Næst hæsta upphæðin, á eftir Ólínu, fór til Helgu Jónsdóttur þá framkvæmdastjóri BSRB, í október 2018. Um var að ræða bótakröfu í tengslum við skipun skrifstofustjóra í skrifstofu opinberra fjármála en því máli lauk með samkomulagi: fimm milljóna króna greiðslu til Helgu. Kærunefnd jafnréttismála taldi að fjármála- og efnahagsráðið hafi brotið jafnréttislögum þegar Björn Þór Hermannsson var skipaður í stöðuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að hér sé einungis um að ræða toppinn á ísjakanum þegar um umdeilanlegar ráðningar, stöðuveitingar hjá ríkinu, er að ræða. Fæst slíkra mála lenda í kæruferli. Tengd skjöl Rikislogmadur_botakrofurPDF138KBSækja skjal Urskurður_um_ologmaetar_radningarPDF263KBSækja skjal
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira