Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 12:19 Sara Duterte-Carpio, dóttir Rodrigo forseta, á kosningafundi árið 2019. Vísir/EPA Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Filippseyjar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra.
Filippseyjar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira