Stálbarnið Andri Fannar Baldursson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2021 07:01 Andri Fannar í leiknum á miðvikudagskvöld. Mario Carlini/Getty Images Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur í liði Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á miðvikudagskvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino. Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjá meira