Stálbarnið Andri Fannar Baldursson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2021 07:01 Andri Fannar í leiknum á miðvikudagskvöld. Mario Carlini/Getty Images Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur í liði Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á miðvikudagskvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino. Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira