Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 09:59 Bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39