Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 12:55 Pútín Rússlandsforseti býr sig undir að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins í morgun. AP/Dmitrí Astakhov/Spútník Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi. Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi.
Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira