„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 13:31 Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Börn og uppeldi Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Börn og uppeldi Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira