Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:24 Ekki hafa verið færri ríki með hvítum lit á korti Blaðamanna án landamæra frá árinu 2013. Skjáskot Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00