Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2021 19:28 Páll Melsteð prófessor í tölvunarfræði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira