Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2021 11:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. „Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
„Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira