Flautukarfa hjá Miami, framlengt í New York og Capela með stórleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 22:10 Clint Capela var með tröllatvennu í liði Atlanta Hawks í kvöld. NBA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks vann New Orleans Pelicans eftir framlengingu [122-112], Atlanta Hawks lagði Indiana Pacers [129-117] og Miami Heat vann Brooklyn Nets þökk sé flautukörfu Bam Adebayo [109-107]. Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum