Navalní krafðist þess að fá tilhlýðilega læknismeðferð frá sínum eigin lækni vegna bakmeiðsla og verks í fótum en þegar þeirri beiðni var neitað fór hann í hungurverkfall. Navalní var við dauðans dyr í ágúst á síðasta ári eftir að eitrað var fyrir honum með efninu Novichock og hefur hungurverkfallið gert illt verra.
Í viðtali breska ríkisútvarpsins sagði sendiherrann Andrei Kelin að Navalní fengi læknisaðstoð og ýjaði að því að það væri ekki undir Navalní komið að velja hvaða læknir skoðaði hann. „Það eru ákveðnar reglur í fangelsum sem tryggja læknisaðstoð.“
Læknar hafa fullyrt að nýlegar blóðprufur bendi til þess að Navalní eigi í hættu á að fá hjartaáfall eða nýrnabilun sökum ástands síns.
„Auðvitað mun hann ekki fá að deyja í fangelsi. Ég get sagt að herra Navalní hefur hegðað sér eins og ruddi og reynt að brjóta hverja einustu reglu. Hans eina markmið er að draga að sér athygli.“