Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:41 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira