Tekur tíma að búa til góð lið en segir Stjörnuna vinna markvisst að því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 19:00 Patrekur segir Stjörnuna vera með langtímaverkefni í gangi. Vísir/Sigurjón Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi. „Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
„Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira