Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:06 Barcelona og Real Madrid eru meðal þeirra félaga sem eru hlynnt stofnun ofurdeildar Evrópu. Alex Caparros/Getty Images Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. Í dag, 19. apríl, ætlaði UEFA að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Breyta á fyrirkomulagi keppninnar svo fleiri leikir verðir spilaði og meiri peningur ætti því að skila sér kassann fyrir stærstu og bestu lið Evrópu. Í gær staðfesti AP fréttastofan hins vegar að mörg af stærri liðum Evrópu væru enn með þann draum í maganum að stofna svokallaða ofurdeild og væri það enn markmið þeirra. Samkvæmt heimildum AP eru félög á borð við Barcelona, Real Madrid og Manchester United meðal þeirra sem vilja stofna áður nefnda ofurdeild. Major split in European football as elite clubs threaten a Super League breakaway just as UEFA planned to announce the new-look post-2024 Champions League tomorrow.Premier League warns clubs not to join and to distance themselves from a Super League. https://t.co/NMfevc6ZG2— Rob Harris (@RobHarris) April 18, 2021 Stjórn ECA, European Club Association, hafði þegar samþykkt breytt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu frá og með árinu 2024. Liðum yrði fjölgað um fjögur og yrðu því 36 talsins. Þá yrði aðeins leikið í tveimur riðlum. Ásamt áðurnefndum liðum hér að ofan er talið að AC Milan, Chelsea, Liverpool, Tottenham Hotspur, Arsenal, Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid séu meðal þeirra liða sem vilja stofna ofurdeild. Welcome to the tipping point, everyone. 12 teams have signed up for, or expressed interest in joining, a breakaway Super League. Six from England, three each from Italy and Spain. Massive moment for European football. (By @tariqpanja) https://t.co/bDSbcmghKn— Rory Smith (@RorySmith) April 18, 2021 Alls hafa tólf lið gefið út að þau vilji stofna deild sem þessa. Sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu. Það er þó varla hægt að tala um ofurdeild þegar sum þessara liða eru um miðja deild heima fyrir. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa ekki enn staðfest að félagið hafi áhuga á að taka þátt í slíkri deild. Mikil umræða hefur verið í kringum téða ofurdeild undanfarna mánuði og taldi UEFA sig hafa tæklað málið með breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Svo virðist ekki vera en þau félög sem virðast ekki eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina telja sig þó greinilega hafa rétt á að spila í ofurdeildinni. Nánar um fyrirkomulag ofurdeildarinnar má lesa á vef AP. Ofurdeildin ætti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða 20 liða deild sem skipt upp í tvo riðla. Fimmtán lið ættu fast sæti í deildinni en óvíst er hvernig hin fimm yrðu valin ár frá ári. Þrír og hálfur milljarður evra myndu deilast milli þeirra 15 liða sem ættu fast sæti í deildinni. Þá færu leikir deildarinnar fram í miðri viku, líkt og Meistaradeildin, nema úrslitaleikurinn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Í dag, 19. apríl, ætlaði UEFA að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Breyta á fyrirkomulagi keppninnar svo fleiri leikir verðir spilaði og meiri peningur ætti því að skila sér kassann fyrir stærstu og bestu lið Evrópu. Í gær staðfesti AP fréttastofan hins vegar að mörg af stærri liðum Evrópu væru enn með þann draum í maganum að stofna svokallaða ofurdeild og væri það enn markmið þeirra. Samkvæmt heimildum AP eru félög á borð við Barcelona, Real Madrid og Manchester United meðal þeirra sem vilja stofna áður nefnda ofurdeild. Major split in European football as elite clubs threaten a Super League breakaway just as UEFA planned to announce the new-look post-2024 Champions League tomorrow.Premier League warns clubs not to join and to distance themselves from a Super League. https://t.co/NMfevc6ZG2— Rob Harris (@RobHarris) April 18, 2021 Stjórn ECA, European Club Association, hafði þegar samþykkt breytt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu frá og með árinu 2024. Liðum yrði fjölgað um fjögur og yrðu því 36 talsins. Þá yrði aðeins leikið í tveimur riðlum. Ásamt áðurnefndum liðum hér að ofan er talið að AC Milan, Chelsea, Liverpool, Tottenham Hotspur, Arsenal, Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid séu meðal þeirra liða sem vilja stofna ofurdeild. Welcome to the tipping point, everyone. 12 teams have signed up for, or expressed interest in joining, a breakaway Super League. Six from England, three each from Italy and Spain. Massive moment for European football. (By @tariqpanja) https://t.co/bDSbcmghKn— Rory Smith (@RorySmith) April 18, 2021 Alls hafa tólf lið gefið út að þau vilji stofna deild sem þessa. Sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu. Það er þó varla hægt að tala um ofurdeild þegar sum þessara liða eru um miðja deild heima fyrir. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa ekki enn staðfest að félagið hafi áhuga á að taka þátt í slíkri deild. Mikil umræða hefur verið í kringum téða ofurdeild undanfarna mánuði og taldi UEFA sig hafa tæklað málið með breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu. Svo virðist ekki vera en þau félög sem virðast ekki eiga möguleika á að komast í Meistaradeildina telja sig þó greinilega hafa rétt á að spila í ofurdeildinni. Nánar um fyrirkomulag ofurdeildarinnar má lesa á vef AP. Ofurdeildin ætti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða 20 liða deild sem skipt upp í tvo riðla. Fimmtán lið ættu fast sæti í deildinni en óvíst er hvernig hin fimm yrðu valin ár frá ári. Þrír og hálfur milljarður evra myndu deilast milli þeirra 15 liða sem ættu fast sæti í deildinni. Þá færu leikir deildarinnar fram í miðri viku, líkt og Meistaradeildin, nema úrslitaleikurinn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira