Óttar Magnús meiddur og spilar ekki meira á þessari leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 22:45 Óttar Magnús leikur ekki meira með Venezia á leiktíðinni. Paola Garbuio/LaPressex Framherjinn Óttar Magnús Karlsson er með brotið bein í rist og mun því ekki leika meira með Venezia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð. Þegar fjórir leikir eru eftir í ítölsku B-deildinni er ljóst að hinn 24 ára gamli Óttar Magnús mun ekki geta aðstoðað liðið í baráttunni um sæti í efstu deild. Talið er að þessi fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur verði frá næstu átta vikurnar vegna meiðslanna. Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag. Óttar Magnús hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann fór til Venezia síðasta sumar og verið mikið meiddur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum til þessa og ljóst að þeir verða ekki fleiri á þessari leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Óttar Magnús farið víða en hann samdi ungur að árum við Ajaxí Hollandi. Eftir að spila með Víkingum árið 2016 fór hann til Molde í Noregi. Þaðan fór hann á láni til Trelleborgs í Svíþjóð áður en hann samdi við Mjällby AIF. Eftir dvölina kom hann til Víkings sumarið 2019 og lék með uppeldisfélaginu þangað til ítalska félagið Venezia keypti hann síðasta sumar. Þegar fjórar umferðir eru eftir af ítölsku B-deildinni stefnir allt í að Venezia komist í umspil. Liðið er sem stendur með 53 stig í 5. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Monza í 4. sætinu en að sama skapi aðeins þremur stigum á undan Cittadella og Spal sem eru í 6. og 7. sæti deildarinnar. Alls fara sex lið í umspil um sæti í deild þeirra bestu. Liðin í 3. og 4. sæti fara beint í undanúrslit umspilsins á meðan liðin í 5. til 8. sæti mætast innbyrðis og sigurvegararnir þar komast í undanúrslit. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira
Þegar fjórir leikir eru eftir í ítölsku B-deildinni er ljóst að hinn 24 ára gamli Óttar Magnús mun ekki geta aðstoðað liðið í baráttunni um sæti í efstu deild. Talið er að þessi fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur verði frá næstu átta vikurnar vegna meiðslanna. Fótbolti.net greindi frá fyrr í dag. Óttar Magnús hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann fór til Venezia síðasta sumar og verið mikið meiddur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum til þessa og ljóst að þeir verða ekki fleiri á þessari leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Óttar Magnús farið víða en hann samdi ungur að árum við Ajaxí Hollandi. Eftir að spila með Víkingum árið 2016 fór hann til Molde í Noregi. Þaðan fór hann á láni til Trelleborgs í Svíþjóð áður en hann samdi við Mjällby AIF. Eftir dvölina kom hann til Víkings sumarið 2019 og lék með uppeldisfélaginu þangað til ítalska félagið Venezia keypti hann síðasta sumar. Þegar fjórar umferðir eru eftir af ítölsku B-deildinni stefnir allt í að Venezia komist í umspil. Liðið er sem stendur með 53 stig í 5. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Monza í 4. sætinu en að sama skapi aðeins þremur stigum á undan Cittadella og Spal sem eru í 6. og 7. sæti deildarinnar. Alls fara sex lið í umspil um sæti í deild þeirra bestu. Liðin í 3. og 4. sæti fara beint í undanúrslit umspilsins á meðan liðin í 5. til 8. sæti mætast innbyrðis og sigurvegararnir þar komast í undanúrslit.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira