Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 12:02 Víðir Reynisson í pallborðinu á Vísi VILHELM GUNNARSSON Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira