Á Íslandi heitir báknið Sjálfstæðisflokkur Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. apríl 2021 16:44 Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur Íslands. Við búum í samfélagi sem að mestu er mótað eftir hugmyndum þess flokks eða þoli hans gagnvart kröfum annara, ekki síst kröfum skipulagðrar verkalýðsbaráttu. Þegar kosið verður í haust mun: Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið í ríkisstjórn 81% af lýðveldistímanum Framsóknarflokkurinn kemur næstur með 71% Þá Alþýðuflokkur/Samfylking með 41% Sósíalistaflokkur/Alþýðubandalag/VG með 30% og fjórir aðrir flokkar (þrír þeirra dánir) með samanlagt 8%. Flokkurinn sækir markvisst í tiltekin ráðuneyti Til sjá vald Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í ljósi yfirlýsinga hans um að hann vilji báknið burt, er forvitnilegt að skoða einstök ráðuneyti. Á lýðveldistímanum hefur Sjálfstæðisflokksmaður setið í ... fjármálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu 66% tímans flokkurinn hefur haldið forsætisráðuneytinu í 55% tímans samgönguráðuneytinu í 53% tímans og sjávarútvegsráðuneytinu 51% tímans Báknið er því sköpunarverk Sjálfstæðisflokksins og undarlegt ef flokkurinn ætlar að selja kjósendum sig sem einhvern umbreytingaflokk. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið á Íslandi. Á eftir þessum ráðuneytum koma: iðnaðarráðuneytið (45% undir xD) menntamálaráðuneytið: (41% undir xD) heilbrigðisráðuneytið (38% undir xD) landbúnaðarráðuneytið (35% undir xD) viðskiptaráðuneytið: (28% undir xD) utanríkisráðuneytið: (25% undir xD) félagsmálaráðuneytið: (8% undir xD) og umhverfisráðuneytið: (6% undir xD) Eins og sést af þessu beinist áhugi Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst að grunnkerfi ríkisvaldsins (forsætis-, fjármála-, utanríkis- og dómsmálaráðuneytum) og atvinnuvegunum (sjávarútvegs-, landbúnaðar-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum) en síður að velferðarmálum (mennta-, heilbrigðis-, félags- og umhverfisráðuneytum). Ef við teljum veru flokksins í þessum ráðuneytaflokkum saman þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn stýrt grunnkerfisráðuneytunum í 53% lýðveldistímans, atvinnuvegaráðuneytunum í 43% tímans en velferðarráðuneytunum aðeins í 25%. Flokkurinn metur það svo að völdin liggi ekki þar. Sem má til sanns vegar færa; sá sem stýrir fjármálaráðuneytinu getur haft meiri áhrif á heilbrigðismál en heilbrigðisráðherrann. Vinstrrimenn bera auðvaldsflokka til valda Það er líka forvitnilegt að skoða breyttar áherslur flokksins með tímanum. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt; eftirstríðsárastjórnmál frá stríði að upptöku kvótakerfisins 1. september 1984 (stærsta einkavæðing Íslandssögunnar) og síðan nýfrjálshyggjutímabilið frá kvótakerfi að kosningunum í haust (sem munu snúast um endalok nýfrjálshyggjunnar); þá sést að í fyrra hlutanum hélt Sjálfstæðisflokkurinn sjávarútvegsráðuneytinu aðeins í 34% en í 68% tímans á seinni hlutanum. Þetta ráðuneyti varð flokknum mikilvægara með kvótakerfinu. Og sama má segja um fjármálaráðuneytið, þaðan sem stórkostlegum skattalækkunum til hinna ríku var stýrt. Á fyrri hlutanum var Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið í 56% tímans en 76% tímans á nýfrjálshyggjuskeiðinu. Það er líka athygli vert að flokkurinn virðist hafa miklu meiri áhuga á menntamálaráðuneytinu á nýfrjálshyggjutímanum (71% tímans undir xD) en á eftirstríðsárunum (13% tímans undir xD). En hvernig tókst þessum flokki að halda völdum? Það sem einkennir íslensk stjórnmál fyrst og fremst er vilji vinstriflokka til að bera auðvaldsflokka til valda. Þetta þekktist hvergi nema í Austurríki og á Íslandi á eftirstríðsárunum og ekki fyrr en langt var liðið á nýfrjálshyggjuárin í Hollandi og Þýskalandi. Víðast er slíku samstarfi enn hafnað, það er nánast óhugsandi, talin vera svik við kjósendur. Stuðningur vinstri flokkanna á Íslandi við Sjálfstæðisflokkinn var hins vegar nánast regla og leiddi ekki aðeins þess að þessi höfuðflokkur auðvaldsins varð ógnar sterkur í íslenskum stjórnmálum heldur veikti þetta vinstrið svo sósíalisminn setti mun minni svip á íslenskt samfélag en reyndin var í nágrannalöndunum. Báknið er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins Íslenska báknið var skapað í mynd Valhallar, fyrst og fremst. Samt láta vinstri menn á Íslandi ætíð gabba sig til að hlaupa í vörn fyrir kerfið þegar Sjálfstæðisflokksfólk gagnrýnir það. Auðvitað ætti vinstrið að vera aðalgagnrýnandi báknsins verandi farvegur fyrir kröfur um að ríkiskerfið þjóni fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu og ríku. En reglan er að vinstrið ver kerfið sem hægrið skapaði og gefur hægrinu eftir sviðið þegar kemur að gagnrýni á kerfið. Stundum er erfitt að skilja íslenskt vinstri. Á þeim tíma sem Alþýðuflokkur/Samfylking hefur verið í ríkisstjórn hafa þessir flokkar deilt völdum með Sjálfstæðisflokki 63% af þeim tíma. Sama hlutfall hjá Sósíalistaflokknum/Alþýðubandalagi/VG er 41%. Þetta er meginástæða þess að Sjálfstæðisflokkur hefur aðeins verið utan ríkisstjórnar í 19% tímans frá lýðveldisstofnun. Hann sótti stuðning til margra hópa, margra sem í reynd áttu enga sameiginlegra hagsmuni með kapítalistunum sem réðu stefnu hans. Ráðandi staða hans í íslenskum stjórnmálum er samt fyrst og fremst sköpunarverk forystu annarra flokka sem aftur og aftur hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda og fallist með því á að íslenskt samfélag verði ekki mótað eftir hagsmunum fjöldans heldur ætíð innan þeirra marka sem hin fáu og ríku geta sætt sig við. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur Íslands. Við búum í samfélagi sem að mestu er mótað eftir hugmyndum þess flokks eða þoli hans gagnvart kröfum annara, ekki síst kröfum skipulagðrar verkalýðsbaráttu. Þegar kosið verður í haust mun: Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið í ríkisstjórn 81% af lýðveldistímanum Framsóknarflokkurinn kemur næstur með 71% Þá Alþýðuflokkur/Samfylking með 41% Sósíalistaflokkur/Alþýðubandalag/VG með 30% og fjórir aðrir flokkar (þrír þeirra dánir) með samanlagt 8%. Flokkurinn sækir markvisst í tiltekin ráðuneyti Til sjá vald Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í ljósi yfirlýsinga hans um að hann vilji báknið burt, er forvitnilegt að skoða einstök ráðuneyti. Á lýðveldistímanum hefur Sjálfstæðisflokksmaður setið í ... fjármálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu 66% tímans flokkurinn hefur haldið forsætisráðuneytinu í 55% tímans samgönguráðuneytinu í 53% tímans og sjávarútvegsráðuneytinu 51% tímans Báknið er því sköpunarverk Sjálfstæðisflokksins og undarlegt ef flokkurinn ætlar að selja kjósendum sig sem einhvern umbreytingaflokk. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið á Íslandi. Á eftir þessum ráðuneytum koma: iðnaðarráðuneytið (45% undir xD) menntamálaráðuneytið: (41% undir xD) heilbrigðisráðuneytið (38% undir xD) landbúnaðarráðuneytið (35% undir xD) viðskiptaráðuneytið: (28% undir xD) utanríkisráðuneytið: (25% undir xD) félagsmálaráðuneytið: (8% undir xD) og umhverfisráðuneytið: (6% undir xD) Eins og sést af þessu beinist áhugi Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst að grunnkerfi ríkisvaldsins (forsætis-, fjármála-, utanríkis- og dómsmálaráðuneytum) og atvinnuvegunum (sjávarútvegs-, landbúnaðar-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum) en síður að velferðarmálum (mennta-, heilbrigðis-, félags- og umhverfisráðuneytum). Ef við teljum veru flokksins í þessum ráðuneytaflokkum saman þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn stýrt grunnkerfisráðuneytunum í 53% lýðveldistímans, atvinnuvegaráðuneytunum í 43% tímans en velferðarráðuneytunum aðeins í 25%. Flokkurinn metur það svo að völdin liggi ekki þar. Sem má til sanns vegar færa; sá sem stýrir fjármálaráðuneytinu getur haft meiri áhrif á heilbrigðismál en heilbrigðisráðherrann. Vinstrrimenn bera auðvaldsflokka til valda Það er líka forvitnilegt að skoða breyttar áherslur flokksins með tímanum. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt; eftirstríðsárastjórnmál frá stríði að upptöku kvótakerfisins 1. september 1984 (stærsta einkavæðing Íslandssögunnar) og síðan nýfrjálshyggjutímabilið frá kvótakerfi að kosningunum í haust (sem munu snúast um endalok nýfrjálshyggjunnar); þá sést að í fyrra hlutanum hélt Sjálfstæðisflokkurinn sjávarútvegsráðuneytinu aðeins í 34% en í 68% tímans á seinni hlutanum. Þetta ráðuneyti varð flokknum mikilvægara með kvótakerfinu. Og sama má segja um fjármálaráðuneytið, þaðan sem stórkostlegum skattalækkunum til hinna ríku var stýrt. Á fyrri hlutanum var Sjálfstæðisflokkurinn með fjármálaráðuneytið í 56% tímans en 76% tímans á nýfrjálshyggjuskeiðinu. Það er líka athygli vert að flokkurinn virðist hafa miklu meiri áhuga á menntamálaráðuneytinu á nýfrjálshyggjutímanum (71% tímans undir xD) en á eftirstríðsárunum (13% tímans undir xD). En hvernig tókst þessum flokki að halda völdum? Það sem einkennir íslensk stjórnmál fyrst og fremst er vilji vinstriflokka til að bera auðvaldsflokka til valda. Þetta þekktist hvergi nema í Austurríki og á Íslandi á eftirstríðsárunum og ekki fyrr en langt var liðið á nýfrjálshyggjuárin í Hollandi og Þýskalandi. Víðast er slíku samstarfi enn hafnað, það er nánast óhugsandi, talin vera svik við kjósendur. Stuðningur vinstri flokkanna á Íslandi við Sjálfstæðisflokkinn var hins vegar nánast regla og leiddi ekki aðeins þess að þessi höfuðflokkur auðvaldsins varð ógnar sterkur í íslenskum stjórnmálum heldur veikti þetta vinstrið svo sósíalisminn setti mun minni svip á íslenskt samfélag en reyndin var í nágrannalöndunum. Báknið er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins Íslenska báknið var skapað í mynd Valhallar, fyrst og fremst. Samt láta vinstri menn á Íslandi ætíð gabba sig til að hlaupa í vörn fyrir kerfið þegar Sjálfstæðisflokksfólk gagnrýnir það. Auðvitað ætti vinstrið að vera aðalgagnrýnandi báknsins verandi farvegur fyrir kröfur um að ríkiskerfið þjóni fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu og ríku. En reglan er að vinstrið ver kerfið sem hægrið skapaði og gefur hægrinu eftir sviðið þegar kemur að gagnrýni á kerfið. Stundum er erfitt að skilja íslenskt vinstri. Á þeim tíma sem Alþýðuflokkur/Samfylking hefur verið í ríkisstjórn hafa þessir flokkar deilt völdum með Sjálfstæðisflokki 63% af þeim tíma. Sama hlutfall hjá Sósíalistaflokknum/Alþýðubandalagi/VG er 41%. Þetta er meginástæða þess að Sjálfstæðisflokkur hefur aðeins verið utan ríkisstjórnar í 19% tímans frá lýðveldisstofnun. Hann sótti stuðning til margra hópa, margra sem í reynd áttu enga sameiginlegra hagsmuni með kapítalistunum sem réðu stefnu hans. Ráðandi staða hans í íslenskum stjórnmálum er samt fyrst og fremst sköpunarverk forystu annarra flokka sem aftur og aftur hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda og fallist með því á að íslenskt samfélag verði ekki mótað eftir hagsmunum fjöldans heldur ætíð innan þeirra marka sem hin fáu og ríku geta sætt sig við. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun