Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2021 15:52 Nýja opið er í jaðri eins gígsins sem fyrir er á svæðinu. Aðsend Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira