Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Björn Hákon Sveinsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun