Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 20:05 Sigríður Dögg Auðunsdóttir vonast til þess að sér verði treyst til þess að leiða félagið inn í nýja tíma. Aðsend Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars. Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira