Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 13:30 Joe Biden og Vladímír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands. Vísir/AP Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33
Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02
Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08
Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38