Þrjátíu undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma skapa flókna stöðu Snorri Másson skrifar 15. apríl 2021 13:01 Forgangsröðin í bólusetningar fer þessa stundina bæði eftir aldri og undirliggjandi sjúkdómum. Nánast allir yfir 70 ára og eldri á Íslandi hafa fengið bólusetningu. Fólk eldra en 65 ára með undirliggjandi sjúkdóma er að þiggja bólusetningu um land allt þessa dagana. Því fylgir ærin áskorun fyrir starfsfólk heilsugæsla, enda eru undirliggjandi sjúkdómar mjög margvíslegir að eðli og alvarleika. Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43