Breska sundstjarnan sem er vatnshrædd og með klórofnæmi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Freya Anderson þreytir frumraun sína á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar. epa/ROBERT PERRY Að vera vatnshrædd og með klórofnæmi ætti ekki að vera uppskrift að góðum árangri í sundi. Það hefur hins vegar ekki truflað nýjustu sundstjörnu Breta. Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira