Breska sundstjarnan sem er vatnshrædd og með klórofnæmi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Freya Anderson þreytir frumraun sína á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar. epa/ROBERT PERRY Að vera vatnshrædd og með klórofnæmi ætti ekki að vera uppskrift að góðum árangri í sundi. Það hefur hins vegar ekki truflað nýjustu sundstjörnu Breta. Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira