Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. apríl 2021 16:46 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur rýnir í stöðu eldanna á Reykjanesskaga. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. Hann segir eldana í Fagradalsfjalli vera einstakt tækifæri til að rannsaka og skrá hegðun afllítils eldgoss. „Ég sé ekki að nýir gígar hafi opnast á svæðinu. Það virðist aðeins hafa aukist virknin í gíg númer þrjú. Hann er eiginlega búinn að brjóta af sér toppinn,“ segir Þorvaldur þegar hann var spurður út í stöðu eldgossins. „Upprunalegu gígarnir í Geldingadal eru bara á góðu róli og á svipuðu róli og þeir eru búnir að vera. Það lækkaði eitthvað í hraunánni í gær en nú er hún orðin full aftur.“ Þorvaldur var spurður út í möguleikann á því að fleiri sprungur opnist og mögulega sameinist. „Það er náttúrulega alltaf möguleiki á að fleiri sprungur opnist og að fleiri gígar myndist á þessari línu sem er fyrir ofan þennan gang. Það er alveg möguleiki en mér finnst að frekar ólíklegt, sérstaklega þar sem dregið hefur verulega úr virkninni í nyrsta gígnum og að sama skapi aukist virknin syðra. Það bendir til þess að það hafi kannski orðið færsla á kvikunni til suðurs. Hún sé frekar að koma upp um syðri gígopin sem standa lægra í landinu en nyrsti gígurinn.“ Gott tækifæri til að rannsaka og skrá hegðun afllítils goss Þorvaldur var spurður hvort það væri ekki dálítið ótrúlegt, fyrir hann sem vísindamann, að hafa tilraunastöð sem þessa nánast í bakgarðinum og geta fylgst með þróun gossins í miklu návígi. Þorvaldur svaraði því til að öll eldgos væru í raun einstakt tækifæri til að öðlast þekkingu og til að reyna að skilja kerfin betur. Það sem nú væri mest um vert sé að rannsaka hraunrennslið til að skilja betur hvernig hraun byggist upp og hvað það er sem takmarkar vegalengd þess. Hann bendir á að svo virtist sem hraunið sé nokkurn veginn búið að ná kjörlengd. „Þetta er mjög gott tækifæri til að bæði rannsaka og skrá hegðun á gosi sem er mjög afllítið. Það einkennist af þessari vægu suðu sem við sjáum í gígunum og við komumst tiltölulega nálægt með okkar tól og tæki til að gera athuganir á því. Það er mjög spennandi og verðugt verkefni. Það er eitthvað sem hefur ekki verið nægilega rannsakað fram til þessa.“ Sér ekki fyrir sér að gosið ógni mannvirkjum í bráð Þú sérð ennþá fyrir þér að þetta verði langvinnt og fremur meinlaust gos? Er einhver tímapunktur þar sem við þyrftum að hafa áhyggjur af mannvirkjum eða mun þetta bara malla í rólegheitunum? „Ég sé ekki fram á að þetta gos ógni mannvirkjum í bráð. Ég held það muni bara afmarkast við Fagradalsfjall og það þyrfti að verða töluverð breyting á því hvernig kvikan kemur upp ef hraunið á að fara lengra. Kvikuflæðið þyrfti þá í rauninni að komast upp á yfirborðið í gegnum eitt gosop og eina tjörn og þá gæti hraunið hugsanlega farið að lengjast en á meðan framleiðnin dreifist á svona mörg gosop sem senda línur í ýmsar áttir þá finnst mér nú ekki líklegt að þetta hraun fari langt út fyrir Fagradalsfjall.“ Engin merki séu um að gosið muni hætta í bráð. Barst þá talið að gasmenguninni og var Þorvaldur spurður hvort útlit sé fyrir að gasmengun muni aukast og því verða stærra og stærra vandamál eftir því sem fram líða stundir. „Það verður frekar vandamál sem viðhelst, sérstaklega á meðan framleiðnin breytist ekki. Ef framleiðnin eykst þá eykst mengunin að sama skapi en við finnum mismikið fyrir menguninni eftir veðri og fer það eftir hvort það sé vindur eða logn. Ef það rigning þá hreinsar rigningin loftið og þá fáum við súrt regn við svæðið sem mengar vatnspollana þannig að það borgar sig nú ekki að vera að taka vatn úr þeim; hvort sem um er að ræða menn eða dýr.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. 14. apríl 2021 06:36 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hann segir eldana í Fagradalsfjalli vera einstakt tækifæri til að rannsaka og skrá hegðun afllítils eldgoss. „Ég sé ekki að nýir gígar hafi opnast á svæðinu. Það virðist aðeins hafa aukist virknin í gíg númer þrjú. Hann er eiginlega búinn að brjóta af sér toppinn,“ segir Þorvaldur þegar hann var spurður út í stöðu eldgossins. „Upprunalegu gígarnir í Geldingadal eru bara á góðu róli og á svipuðu róli og þeir eru búnir að vera. Það lækkaði eitthvað í hraunánni í gær en nú er hún orðin full aftur.“ Þorvaldur var spurður út í möguleikann á því að fleiri sprungur opnist og mögulega sameinist. „Það er náttúrulega alltaf möguleiki á að fleiri sprungur opnist og að fleiri gígar myndist á þessari línu sem er fyrir ofan þennan gang. Það er alveg möguleiki en mér finnst að frekar ólíklegt, sérstaklega þar sem dregið hefur verulega úr virkninni í nyrsta gígnum og að sama skapi aukist virknin syðra. Það bendir til þess að það hafi kannski orðið færsla á kvikunni til suðurs. Hún sé frekar að koma upp um syðri gígopin sem standa lægra í landinu en nyrsti gígurinn.“ Gott tækifæri til að rannsaka og skrá hegðun afllítils goss Þorvaldur var spurður hvort það væri ekki dálítið ótrúlegt, fyrir hann sem vísindamann, að hafa tilraunastöð sem þessa nánast í bakgarðinum og geta fylgst með þróun gossins í miklu návígi. Þorvaldur svaraði því til að öll eldgos væru í raun einstakt tækifæri til að öðlast þekkingu og til að reyna að skilja kerfin betur. Það sem nú væri mest um vert sé að rannsaka hraunrennslið til að skilja betur hvernig hraun byggist upp og hvað það er sem takmarkar vegalengd þess. Hann bendir á að svo virtist sem hraunið sé nokkurn veginn búið að ná kjörlengd. „Þetta er mjög gott tækifæri til að bæði rannsaka og skrá hegðun á gosi sem er mjög afllítið. Það einkennist af þessari vægu suðu sem við sjáum í gígunum og við komumst tiltölulega nálægt með okkar tól og tæki til að gera athuganir á því. Það er mjög spennandi og verðugt verkefni. Það er eitthvað sem hefur ekki verið nægilega rannsakað fram til þessa.“ Sér ekki fyrir sér að gosið ógni mannvirkjum í bráð Þú sérð ennþá fyrir þér að þetta verði langvinnt og fremur meinlaust gos? Er einhver tímapunktur þar sem við þyrftum að hafa áhyggjur af mannvirkjum eða mun þetta bara malla í rólegheitunum? „Ég sé ekki fram á að þetta gos ógni mannvirkjum í bráð. Ég held það muni bara afmarkast við Fagradalsfjall og það þyrfti að verða töluverð breyting á því hvernig kvikan kemur upp ef hraunið á að fara lengra. Kvikuflæðið þyrfti þá í rauninni að komast upp á yfirborðið í gegnum eitt gosop og eina tjörn og þá gæti hraunið hugsanlega farið að lengjast en á meðan framleiðnin dreifist á svona mörg gosop sem senda línur í ýmsar áttir þá finnst mér nú ekki líklegt að þetta hraun fari langt út fyrir Fagradalsfjall.“ Engin merki séu um að gosið muni hætta í bráð. Barst þá talið að gasmenguninni og var Þorvaldur spurður hvort útlit sé fyrir að gasmengun muni aukast og því verða stærra og stærra vandamál eftir því sem fram líða stundir. „Það verður frekar vandamál sem viðhelst, sérstaklega á meðan framleiðnin breytist ekki. Ef framleiðnin eykst þá eykst mengunin að sama skapi en við finnum mismikið fyrir menguninni eftir veðri og fer það eftir hvort það sé vindur eða logn. Ef það rigning þá hreinsar rigningin loftið og þá fáum við súrt regn við svæðið sem mengar vatnspollana þannig að það borgar sig nú ekki að vera að taka vatn úr þeim; hvort sem um er að ræða menn eða dýr.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. 14. apríl 2021 06:36 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. 14. apríl 2021 06:36
Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27