Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. apríl 2021 08:01 Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun