Bein útsending: Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst? Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2021 13:31 Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur. Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag og verður sendur út í beinni útsendingu frá Jarðhitasýningunni á Hellisheiði klukkan 14. Í tilkynningu frá OR segir að ársfundurinn verði tvískiptur að þessu sinni. Í fyrri hlutanum muni borgarstjóri, stjórnarformaður og forstjóri ávarpa fundinn en í þeim síðari mun Bergur Ebbi Benediktsson stjórna pallborðsumræðum. Þar verði horft svolítið til framtíðar og því velt upp hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar. „Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að láta standast á markaði. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Fundurinn hefst klukkan 14.OR En það er einmitt það sem Orkuveita Reykjavíkur ætlar að gera á Ársfundi fyrirtækisins sem sendur verður beint út frá Hellisheiðarvirkjun hér á Vísi í dag klukkan 14:00. Í ár er því nefnilega fagnað að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var óumdeilt framfaraskref fyrir land og þjóð. Rúmum áratug áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Þau vatnból eru enn í notkun, nú 112 árum síðar. Ákveðinn frumkvöðlakraftur hefur ríkt í starfsemi OR alla tíð og eru nýjustu dæmin það frumkvæði sem ON hefur sýn þegar kemur að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Þá hefur starfsemi Carbfix sem formlega var stofnað á árinu vakið heimsathygli,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Dagskrá fyrri hluta fundar: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR Bjarni Bjarnason forstjóri OR Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir Dagskrá seinni hluta fundar: Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson Pallborð: Bjarni Bjarnason, OR, Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix, Gestur Pétursson, Veitur og Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 16. Orkumál Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu frá OR segir að ársfundurinn verði tvískiptur að þessu sinni. Í fyrri hlutanum muni borgarstjóri, stjórnarformaður og forstjóri ávarpa fundinn en í þeim síðari mun Bergur Ebbi Benediktsson stjórna pallborðsumræðum. Þar verði horft svolítið til framtíðar og því velt upp hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar. „Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að láta standast á markaði. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Fundurinn hefst klukkan 14.OR En það er einmitt það sem Orkuveita Reykjavíkur ætlar að gera á Ársfundi fyrirtækisins sem sendur verður beint út frá Hellisheiðarvirkjun hér á Vísi í dag klukkan 14:00. Í ár er því nefnilega fagnað að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var óumdeilt framfaraskref fyrir land og þjóð. Rúmum áratug áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Þau vatnból eru enn í notkun, nú 112 árum síðar. Ákveðinn frumkvöðlakraftur hefur ríkt í starfsemi OR alla tíð og eru nýjustu dæmin það frumkvæði sem ON hefur sýn þegar kemur að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Þá hefur starfsemi Carbfix sem formlega var stofnað á árinu vakið heimsathygli,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Dagskrá fyrri hluta fundar: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR Bjarni Bjarnason forstjóri OR Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir Dagskrá seinni hluta fundar: Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson Pallborð: Bjarni Bjarnason, OR, Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix, Gestur Pétursson, Veitur og Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 16.
Orkumál Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira