Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 13:00 Frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira