Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:35 Umhverfissinnar mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að losa geislamengað vatn í Kyrrahafið. epa/Jeon Heon-Kyun Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. Tíu ár eru liðin frá því að 9 stiga jarðskjálfti, sá stærsti í sögu Japan, reið yfir og kom af stað flóðbylgju sem varð um 20 þúsund manns að bana. Sjór flæddi yfir kjarnorkuverið og sló út vararafstöðvar, með þeim afleiðingum að bráðnun átti sér stað í þremur kjarnakljúfum. Hið mengaða vatn sem um ræðir var notað til að kæla kljúfana og hefur verið geymt á tönkum. Það verður ekki látið renna út í sjó fyrr en það hefur verið meðhöndlað og hreinsað af geislavirkum efnum, fyrir utan þrívetni, sem er ekki sagt hættulegt mönnum í litlu magni. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans verður þrívetnismagnið undir viðmiðunarmörkum eftir hreinsunina. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, segir losunina ekki munu valda neinum skaða. Hún er talin munu taka einhverja áratugi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa hins vegar áhyggjur af fyrirætlunum Japana og hafa hvatt til aukinnar gegnsæi og samvinnu. Segja þau Japani ekki hafa leitað allra leiða til að losa vatnið á sem öruggastan hátt. Japan Náttúruhamfarir Kjarnorka Tengdar fréttir Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Tíu ár eru liðin frá því að 9 stiga jarðskjálfti, sá stærsti í sögu Japan, reið yfir og kom af stað flóðbylgju sem varð um 20 þúsund manns að bana. Sjór flæddi yfir kjarnorkuverið og sló út vararafstöðvar, með þeim afleiðingum að bráðnun átti sér stað í þremur kjarnakljúfum. Hið mengaða vatn sem um ræðir var notað til að kæla kljúfana og hefur verið geymt á tönkum. Það verður ekki látið renna út í sjó fyrr en það hefur verið meðhöndlað og hreinsað af geislavirkum efnum, fyrir utan þrívetni, sem er ekki sagt hættulegt mönnum í litlu magni. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans verður þrívetnismagnið undir viðmiðunarmörkum eftir hreinsunina. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, segir losunina ekki munu valda neinum skaða. Hún er talin munu taka einhverja áratugi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa hins vegar áhyggjur af fyrirætlunum Japana og hafa hvatt til aukinnar gegnsæi og samvinnu. Segja þau Japani ekki hafa leitað allra leiða til að losa vatnið á sem öruggastan hátt.
Japan Náttúruhamfarir Kjarnorka Tengdar fréttir Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44
Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49