Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 18:36 Umferðarofsi þar sem ökumenn gáfu hvor öðrum niðrandi fingurmerki var kveikjan að málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira