Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2021 15:19 Arnar Þór við vélina. Hér má glögglega sjá hve stór og belgmikil dekkin eru. Haukur Snorrason Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli. Vefmyndavél Mbl.is náði upptöku af því þegar lítilli flugvél var lent á gosstöðvunum í morgun. Í ljós kom að Arnar Þór var þar á ferð með vini sínum Hauki Snorrasyni, ljósmyndara og flugmanni. „Þetta er að vekja gríðarlega athygli,“ segir Arnar og á honum að heyra að athyglin sé ekki eitthvað sem hann sæki í. Þótt lending Arnars Þórs á gosstöðvunum hafi vakið athygli í dag er þetta ekki fyrsta skipti sem hann lendir þar. En í fyrsta skipti sem lendingin sést í vefmyndavél. „Ég fór þarna með pabba fyrst, svo mömmu og svo núna með Hauk vin minn,“ segir Arnar Þór. Hann hefur áður lent vélinni nærri svæðinu þar sem umtalað tjald björgunarsveitarinnar var á sínum tíma. Áður en fleiri sprungur fóru að opnast á svæðinu. Kynnti sér svæðið vel „Þetta er ekkert mál ef maður er með réttu flugvélina, sem getur flogið hægt og lent stutt, með stór og belgmikil dekk sem geta rúllað yfir smá grjót,“ segir Arnar Þór. Áður en hann byrjaði að fljúga á svæðið fór hann þangað gangandi, eins og mörg þúsund Íslendingar, í þeim tilgangi að kynna sér svæðið. Maður og eldgos. Arnar Þór við vélina sína og gíginn.Haukur Snorrason „Maður þarf að vera búinn að kynna sér aðstæður þarna áður en maður lendir,“ segir Arnar. „Svona gerist ekki af sjálfu sér. Þetta þarf að undirbúa vel.“ Hann velji lendingarstað þar sem fólk sé ekki að finna enda bregði því þegar flugvél komi aðvífandi. Vélin er allrar athygli verð. Pabbi tók sig til og smíðaði flugvél „Þetta er tveggja manna flugvél, lítil, með stóran væng. Mjög öflug flugvél í svona lagað. Hún er með þeim öflugri sem að gerist bara í heiminum,“ segir Arnar Þór. Hún var þó ekki sótt langt yfir lækinn. „Hún er smíðuð af pabba, erum saman með hana. Hann er tæknifræðingur og þegar hann hætti að vinna sem tæknifræðingur fór hann að smíða sér flugvél,“ segir Arnar Þór eins og ekkert sé eðlilegra. Arnar Þór horfir í áttina til Hauks.Haukur Snorrason „Maður kaupir bara „kit“ og svo smíðar maður eftir því,“ segir Arnar Þór. Allt í einu hljómar flugvélasmíði á pari við samsetningu á hillu frá IKEA. Hann hefur flogið vélinni víða hér á landi undanfarin fjögur ár. Hún er sérstaklega smíðuð með þetta í huga, að geta lent á stöðum sem þessum. Stoppar næstum því í loftinu Hann segir líklega einstakt á heimsvísu að geta lent flugvél sinni á svona stað, þótt þyrlurnar geti það auðveldlega. Sömu lög gilda varðandi flugvélar og þyrlur og því sé ekkert athugavert við að lenda vélum sem þessum þarna. Flugferðin frá Reykjavíkurflugvelli tekur um fimmtán mínútur og var Haukur Snorrason vinur Arnars Þórs með í för. Hann er sömuleiðis flugmaður og á aðra litla vél. Eitt markmið ferðarinnar var að mynda hans eigin flugvél úr vélinni sem Arnar Þór flaug. Jón Karl Snorrason, bróðir Hauks, flaug vél þeirra bræðra yfir gosið. Haukur myndaði flugið úr vél Arnars Þórs.Haukur Snorrason „Hann getur flogið vélinni alveg rosalega hægt. Næstum því stoppað í loftinu,“ segir Haukur en það geri vinnu ljósmyndarans auðveldari. „Maður hoppar ekki bara upp í þyrlu, það er dálítið dýrt,“ segir Haukur og hlær. Hann segir frábært að skoða landið úr lofti í vél sem þessari, hvort sem maður er með myndavél, upptökuvél eða einfaldlega augun sín. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Vefmyndavél Mbl.is náði upptöku af því þegar lítilli flugvél var lent á gosstöðvunum í morgun. Í ljós kom að Arnar Þór var þar á ferð með vini sínum Hauki Snorrasyni, ljósmyndara og flugmanni. „Þetta er að vekja gríðarlega athygli,“ segir Arnar og á honum að heyra að athyglin sé ekki eitthvað sem hann sæki í. Þótt lending Arnars Þórs á gosstöðvunum hafi vakið athygli í dag er þetta ekki fyrsta skipti sem hann lendir þar. En í fyrsta skipti sem lendingin sést í vefmyndavél. „Ég fór þarna með pabba fyrst, svo mömmu og svo núna með Hauk vin minn,“ segir Arnar Þór. Hann hefur áður lent vélinni nærri svæðinu þar sem umtalað tjald björgunarsveitarinnar var á sínum tíma. Áður en fleiri sprungur fóru að opnast á svæðinu. Kynnti sér svæðið vel „Þetta er ekkert mál ef maður er með réttu flugvélina, sem getur flogið hægt og lent stutt, með stór og belgmikil dekk sem geta rúllað yfir smá grjót,“ segir Arnar Þór. Áður en hann byrjaði að fljúga á svæðið fór hann þangað gangandi, eins og mörg þúsund Íslendingar, í þeim tilgangi að kynna sér svæðið. Maður og eldgos. Arnar Þór við vélina sína og gíginn.Haukur Snorrason „Maður þarf að vera búinn að kynna sér aðstæður þarna áður en maður lendir,“ segir Arnar. „Svona gerist ekki af sjálfu sér. Þetta þarf að undirbúa vel.“ Hann velji lendingarstað þar sem fólk sé ekki að finna enda bregði því þegar flugvél komi aðvífandi. Vélin er allrar athygli verð. Pabbi tók sig til og smíðaði flugvél „Þetta er tveggja manna flugvél, lítil, með stóran væng. Mjög öflug flugvél í svona lagað. Hún er með þeim öflugri sem að gerist bara í heiminum,“ segir Arnar Þór. Hún var þó ekki sótt langt yfir lækinn. „Hún er smíðuð af pabba, erum saman með hana. Hann er tæknifræðingur og þegar hann hætti að vinna sem tæknifræðingur fór hann að smíða sér flugvél,“ segir Arnar Þór eins og ekkert sé eðlilegra. Arnar Þór horfir í áttina til Hauks.Haukur Snorrason „Maður kaupir bara „kit“ og svo smíðar maður eftir því,“ segir Arnar Þór. Allt í einu hljómar flugvélasmíði á pari við samsetningu á hillu frá IKEA. Hann hefur flogið vélinni víða hér á landi undanfarin fjögur ár. Hún er sérstaklega smíðuð með þetta í huga, að geta lent á stöðum sem þessum. Stoppar næstum því í loftinu Hann segir líklega einstakt á heimsvísu að geta lent flugvél sinni á svona stað, þótt þyrlurnar geti það auðveldlega. Sömu lög gilda varðandi flugvélar og þyrlur og því sé ekkert athugavert við að lenda vélum sem þessum þarna. Flugferðin frá Reykjavíkurflugvelli tekur um fimmtán mínútur og var Haukur Snorrason vinur Arnars Þórs með í för. Hann er sömuleiðis flugmaður og á aðra litla vél. Eitt markmið ferðarinnar var að mynda hans eigin flugvél úr vélinni sem Arnar Þór flaug. Jón Karl Snorrason, bróðir Hauks, flaug vél þeirra bræðra yfir gosið. Haukur myndaði flugið úr vél Arnars Þórs.Haukur Snorrason „Hann getur flogið vélinni alveg rosalega hægt. Næstum því stoppað í loftinu,“ segir Haukur en það geri vinnu ljósmyndarans auðveldari. „Maður hoppar ekki bara upp í þyrlu, það er dálítið dýrt,“ segir Haukur og hlær. Hann segir frábært að skoða landið úr lofti í vél sem þessari, hvort sem maður er með myndavél, upptökuvél eða einfaldlega augun sín.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira