Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 11:22 Þórólfur vinnur í tillögum sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15
Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09