Spurs unnu Mavericks í spennuþrungnum leik og Denver skoraði aðeins átta í síðasta leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 07:30 DeMar DeRozan tryggði San Antiono Spurs sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í nótt. Tom Pennington/Getty Images Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Milwaukee Bucks á Orlando Magic, 124-87, og sigur San Antonio Spurs á Dallas Mavericks, 119-117. Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons
Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira