Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins Bryndís Schram skrifar 11. apríl 2021 21:01 Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Kóngafólk Andlát Filippusar prins Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar