Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira