Handbolti

Íslendingarnir atkvæðamiklir í Svíþjóð og Danmörku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.

Íslendingalið áttust við í sænska og danska handboltanum í dag og voru íslensku leikmennirnir flestir í stórum hlutverkum.

Í Svíþjóð tapaði Kristianstad fyrir Skövde 25-22.

Ólafur Andrés Guðmundsson var næstmarkahæstur í liði Kristianstad með sex mörk en Teitur Örn Einarsson gerði tvö mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson komst ekki á blað hjá Skövde.

Í Danmörku vann Holstebro sex marka sigur á Skjern, 27-33.

Elvar Örn Jónsson var næstmarkahæstur í liði Skjern með þrjú mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti öll sex skot sín og var markahæstur í liði Holstebro ásamt Aron Mensing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×