Rassía á heimili blaðamanns sem afhjúpaði vellystingar Kremlarvina Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:45 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (t.v.) með Igor Setsjin, forstjóra Rosneft og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra. Anin fjallaði um auðævi Setsjin og konu hans árið 2016 en sakamálarannsókn hefur staðið yfir síðan þá. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan rannsóknarblaðamann og lagði hald á síma, raftæki og gögn í rassíu á heimili hans. Dagblað sem hefur birt umfjallanir blaðamannsins segir að lögregluaðgerðin sé hefnd vegna rannsókna hans á áhrifafólki sem tengist stjórnvöldum í Kreml. Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag. Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag.
Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira