Lífið

DMX látinn 50 ára að aldri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rapparinn DMX. 
Rapparinn DMX.  Paras Griffin/Getty Images

Rapparinn, leikarinn og lagahöfundurinn Earl Simmons, betur þekktur sem DMX, lést í dag á White Planes sjúkrahúsinu. Hann hafði verið þungt haldinn á öndunarvél á gjörgæslu í nokkra daga eftir alvarlegt hjartaáfall þann 2. apríl síðast liðinn.

DMX var fæddur 18. desember árið 1970. Rapparinn, sem hefur gert garðinn frægan með lögum á borð við X Gon' Give It To Ya og Party Up (Up in Here), hefur glímt við fíknivanda og farið nokkrum sinnum í vímuefnameðferð á löngum tónlistarferli sínum.

Þann 3. apríl var hann sagður milli heims og helju eftir ofneyslu lyfja og síðan þá hafa fjölskylda og aðdáendur beðið og vonað við sjúkrahúsið. Tónlist rapparans hefur verið spiluð fyrir utan sjúkrahúsið alla vikuna.  DMX seldi milljónir platna á ferlinum, náði nokkrum plötum inn í fyrsta sæti Billboard listans og var einnig tilnefndur til þriggja Grammy verðlauna

Fjölskyldan sendi frá sér tilkynningu nú seinni partinn um andlát rapparans. Í minningargrein í The New York Times segir meðal annars:

„Earl var hetja sem barðist fram á síðustu stundu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×